OpenHand hf

Um okkur

OpenHand sérhæfir sig í samskiptalausnum fyrir fólk á ferðinni. Auðvelt aðgengi að gögnum og hámarks hagkvæmni í rekstri eru hornsteinar þróunarvinnu hjá OpenHand. Okkar framtíðarsýn byggir á árangursríku samstarfi við okkar viðskiptavini í að veita starfsmönnum tækifæri til að vera fullfærir um að sinna skyldum sínum, óháð stað og stund. Með það í huga snýst þróunarvinna OpenHand ekki eingöngu um aðgang að grunnupplýsingum eins og tölvupósti, dagatali og tengiliðalista. OpenHand rekur vinnuumhverfi þar sem upplýsingakerfi fyrirtækja er hægt að heimfæra yfir á símtæki starfsmanna. Við slíkar aðstæður er nýting tíma hámörkuð og framleiðni eykst. Stefna OpenHand er að lausnin vaxi með þörfum fyrirtækisins, hvort sem er um að ræða fjölda starfsmanna eða þarfir þeirra.

Framtíðarsýn OpenHand

Markmið OpenHand er að verða leiðandi í samskiptalausnum fyrir fólk á ferðinni. Við bjóðum viðskiptavinum okkar virðisaukandi lausnir, sveigjanleika, hagkvæmni og hámarks nýtingu tíma með rauntíma aðgengi að upplýsingakerfum. Þannig tryggjum við langtímasamband og sameiginlega hagsmuni viðskiptavina okkar og OpenHand. Okkar kjörorð eru "Einfaldur aðgangur að upplýsingum á ferðinni"

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband