15.4.2008 | 14:50
Heimsókn iðnaðarráðherra, Össurar Skarphéðinssonar
Í dag heimsótti Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og aðstoðarmaður hans, Einar Karl Haraldsson, OpenHand og fengu að kynnast vöruúrvali fyrirtækisins og þjónustu. Farið var yfir helstu áherslur OpenHand og kosti vörunnar umfram samkeppnisaðila okkar og möguleikar innan opinbera geirans reifaðir. Ekki var úr vegi að fá heimsókn útrásarráðherrans, eins og hann nefndi sig sjálfur, enda hyggur OpenHand á öfluga markaðssókn erlendis á næstu misserum.
Össur lauk heimsókn sinni á að opna formlega nýja vefsíðu OpenHand á Íslandi, www.openhand.is, en hún er lokahnykkurinn á útlitsbreytingu OpenHand sem nýverið tók upp nýtt og ferskt vörumerki auk kynningarefnis sem finna má á síðunni nýju.
OpenHand þakkar þeim félögum kærlega fyrir heimsóknina og gott spjall.
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 14:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.