30.1.2009 | 16:10
Ný farsímaveflausn frá OpenHand
Farsímanotkun hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og nú er svo að Íslendingar eiga fleiri farsíma en þeir telja sjálfir skv. nýjustu tölum Póst- og fjarskiptastofnunar. Þessi tæki eru jafn mismunandi og þau eru mörg og fyrir því höfum við fundið frá viðskiptavinum okkar sem hafa mismunandi þarfir og væntingar. Þessvegna hefur OpenHand unnið að þróun farsímaveflausnar fyrir OpenHand.
Hugbúnaðurinn veitir aðgengi að OpenHand þjónum í gegnum farsímavafra flestra tegunda farsíma á markaðnum í dag. Þetta þýðir að ekki þarf að setja upp sérstakan hugbúnað til að geta tengst póstþjóni fyrirtækisins en aðgengið er það sama og í öðrum OpenHand hugbúnaði. Þannig geta allir notendur nú tengst pósti, tengiliðum, dagatali, verkefnalistum o.fl. með lítilli fyrirhöfn en að auki fengið aðgang að ýmsum sérlausnum, innranetslausnum, skrám og skjölum sem viðkomandi hefur aðgang að.
Mikill áhugi hefur verið á farsímaveflausninni meðal stórra fyrirtækja þar sem fjöldi símtækja er mikill og bæði erfitt og kostnaðarsamt að innleiða aðrar lausnir á borð við Blackberry.
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.