Um öryggi tölvupóstsamskipta

Nú í þessum rituðu orðum er rætt á þingi um hvernig farið er með dulkóðun á tölvupóstsamskiptum ráuðneytanna.  Vísað er til skimunar Bresku leyniþjónustunnar sem hefur tök og tækni til skimunar á ódulkóðuðum tölvupósti og jafnvel þeim sem dulkóðaður er að takmörkuðu marki.  Eitt gott dæmi um þetta eru áhyggjur franskra og þýskra yfirvalda á notkun Blackberry farsímalausnarinnar, en sökum sérstakrar tækni þeirra er allur tölvupóstur keyrður í gegnum miðlægt kerfi Blackberry í Bretlandi. Af þeim sökum eru tölvupóstar þeir sem í gegnum kerfið fara vistaðir þar í landi og því líklega hæg heimatökin fyrir viðeigandi eftirlitsaðila að skima það sem skima þarf.  Þess má geta að flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og ráðuneyti þeirra nota Blackberry daglega.  Það er þó enn hulin ráðgáta hvaðan þessir tölvupóstar láku, en ljóst er að nokkrar aðferðir koma til greina.  Eitt er þó ljóst að möguleikinn væri umtalsvert minni ef notuð væri lausn á borð við OpenHand, íslensk vara í húð og hár, sem styðst ekki við milligönguaðila og dulkóðar allar sendingar frá sendanda til móttakanda.  Fjölmargar stofnanir og fyrirtæki nota OpenHand og tryggja með því örugga meðhöndlun gagna sinna og viðskiptavina sinna.  

Það ber að taka fram að skv. bestu vitund notar Össur Skarphéðinsson ekki Blackberry og er mikill áhugamaður um málefni OpenHand.


mbl.is Ekki æskilegt að nota persónuleg netföng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband