Um öryggi tölvupóstsamskipta

Nú í þessum rituðu orðum er rætt á þingi um hvernig farið er með dulkóðun á tölvupóstsamskiptum ráuðneytanna.  Vísað er til skimunar Bresku leyniþjónustunnar sem hefur tök og tækni til skimunar á ódulkóðuðum tölvupósti og jafnvel þeim sem dulkóðaður er að takmörkuðu marki.  Eitt gott dæmi um þetta eru áhyggjur franskra og þýskra yfirvalda á notkun Blackberry farsímalausnarinnar, en sökum sérstakrar tækni þeirra er allur tölvupóstur keyrður í gegnum miðlægt kerfi Blackberry í Bretlandi. Af þeim sökum eru tölvupóstar þeir sem í gegnum kerfið fara vistaðir þar í landi og því líklega hæg heimatökin fyrir viðeigandi eftirlitsaðila að skima það sem skima þarf.  Þess má geta að flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og ráðuneyti þeirra nota Blackberry daglega.  Það er þó enn hulin ráðgáta hvaðan þessir tölvupóstar láku, en ljóst er að nokkrar aðferðir koma til greina.  Eitt er þó ljóst að möguleikinn væri umtalsvert minni ef notuð væri lausn á borð við OpenHand, íslensk vara í húð og hár, sem styðst ekki við milligönguaðila og dulkóðar allar sendingar frá sendanda til móttakanda.  Fjölmargar stofnanir og fyrirtæki nota OpenHand og tryggja með því örugga meðhöndlun gagna sinna og viðskiptavina sinna.  

Það ber að taka fram að skv. bestu vitund notar Össur Skarphéðinsson ekki Blackberry og er mikill áhugamaður um málefni OpenHand.


mbl.is Ekki æskilegt að nota persónuleg netföng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný farsímaveflausn frá OpenHand

Farsímanotkun hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og nú er svo að Íslendingar eiga fleiri farsíma en þeir telja sjálfir skv. nýjustu tölum Póst- og fjarskiptastofnunar.  Þessi tæki eru jafn mismunandi og þau eru mörg og fyrir því höfum við fundið frá viðskiptavinum okkar sem hafa mismunandi þarfir og væntingar.  Þessvegna hefur OpenHand unnið að þróun farsímaveflausnar fyrir OpenHand.

Hugbúnaðurinn veitir aðgengi að OpenHand þjónum í gegnum farsímavafra flestra tegunda farsíma á markaðnum í dag.  Þetta þýðir að ekki þarf að setja upp sérstakan hugbúnað til að geta tengst póstþjóni fyrirtækisins en aðgengið er það sama og í öðrum OpenHand hugbúnaði.  Þannig geta allir notendur nú tengst pósti, tengiliðum, dagatali, verkefnalistum o.fl. með lítilli fyrirhöfn en að auki fengið aðgang að ýmsum sérlausnum, innranetslausnum, skrám og skjölum sem viðkomandi hefur aðgang að.

Mikill áhugi hefur verið á farsímaveflausninni meðal stórra fyrirtækja þar sem fjöldi símtækja er mikill og bæði erfitt og kostnaðarsamt að innleiða aðrar lausnir á borð við Blackberry.  


OpenHand fyrir iPhone að lita dagsins ljós

OpenHand skjáskotVerulegur skortur hefur verið á stórnotendaumhverfislausnum fyrir iPhone allt frá því að fyrsta útgáfa símans leit dagsins ljós.  Svo mikill að Gartner ályktaði að síminn væri ekki hæfur fyrir "enterprise" umhverfi og að öryggislega væri síminn ekki búinn til að virka innan um kerfi sem gerðu kröfur um hátt öryggisstig og verndun gagna.  Með nýrri útgáfu af símanum var lausnum bætt við síman sem gera hann auðveldari í tengingu við Exchange umhverfi en önnur kerfi hafa þurft að bíða betrumbóta Apple.  Þar má nefna Lotus Domino, Communigate, Novell Groupwise, Commuinigate o.fl. stór kerfi sem eru notuð víða í fyrirtækjum og stofnunum.

OpenHand vinnur nú að prófunum á nýrri lausn í Apple iPhone símana og geta notendur orðið sér út um lausnina innan skamms.  Þetta gerir það að verkum að iPhone notendur geta líkt og aðrir OpenHand notendur nálgast meira en bara póstinn sinn, en OpenHand veitir aðgang að ýmsum sérlausnum á innri netum, skrám, verkefnalistum, innri vefsíðum og svo auðvitað dagatali og tengiliðum.  


Bretar velja OpenHand í auknum mæli...

Þetta ástamt öðrum tengdum fréttum hefur orðið til þess að bretar hafa í auknum mæli tekið OpenHand hugbúnaðinn upp innan fyrirtækja og stofnana.  Ástæðan er einföld; OpenHand geymir engin gögn á tækjum notenda heldur veitir aðgang í gegnum lifandi tengingu.  Þetta þýðir að viti notandi ekki öryggisnúmer OpenHand, rofnar tengingin og engin gögn finnast á tækinu. 

Bankar og fjármálastofnanir hafa einnig tekið þessari tækni opnum örmum enda snúast samskipti starfsmanna ekki síst um málefni viðskiptavinanna, en þeir gera háar kröfur um að slík gögn komist ekki í umferð almennings.  Þekkt dæmi eru um starfsmenn banka sem hafa týnt fartölvum og farsímum á ferðalögum sem veitir aðgengi að þessum upplýsingum út til almennings.  Þetta er ekki tilfellið ef menn nota eingöngu OpenHand lausnir.  


mbl.is Tölvu með gögnum frá MI5 stolið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægt að menn noti viðurkenndar lausnir

Þetta dæmi sannar best hve mikilvægt það er að notast sé við viðurkennd og örugg kerfi sem ekki eru aðgengileg hverjum sem er hvar sem er.  Við höfum einmitt lagt ríka áherslu á að menn noti búnað sem setur upp dulkóðaða tengingu milli starfsmanns og höfuðstöðva og bjóði ekki öðrum en þeim sem hafa öryggiskóða, hugbúnað og svo hefðbundið notandanafn og lykilorð aðgang. 

Ekki er nema dagsgömul fréttin um gögnin sem töpuðust í Bretlandi en þetta, það og þjófnaðurinn á fartölvunni í Læknagarði um daginn sannar að menn hugsa síðast um öryggi gagna sinna og viðskiptavina sinna.  Hefðu notendur nýtt sér OpenHand hefði þetta ekki þurft að koma upp á.

Hvet alla sem áhuga hafa á öryggismálum sem þessum að hafa samband við okkur vilji þeir vita meira eða koma til okkar upplýsingum um tengd dæmi. 


mbl.is Ný tegund Nígeríusvindls herjar á netföng Gmail
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir fyrir okkur

Bestu fréttir fyrir okkur hjá OpenHand enda erum við með einn vinsælasta PIM hugbúnað í heimi fyrir Nokia símana.  Með honum geta Nokia eigendur nú tengst 3 stærstu póst/hópvinnuþjónunum (Exchange, Domino og Communigate) og skoðað póstinn sinn, dagatalið (jafnvel hjá vinnufélögunum ef þeir leyfa), verkefnalistana o.fl. en jafnframt komist í skrárnar sínar hvar sem er.  Ekki skemmir að varan okkar er ódýrari í notkun en aðrar lausnir á þessum símum skv. nýlegri könnun.
mbl.is Markaðshlutdeild Nokia 41%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framkvæmdastjóri OpenHand í viðtali hjá Frjálsri verslun

Viðtal Frjálsar verslunar við Frosta Heimisson: framkvæmdastjóra OpenHand.

frosti

 

 

 

 

 

 

Smellið hér


Uppgjör Nokia undir væntingum

Gengi bréfa í finnska farsímarisanum Nokia hafa lækkað um 10% eftir að félagið kynnti uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung í dag, sem var nokkuð undir væntingum greinenda.

Hagnaður Nokia jókst um 25% á fjórðungnum, í 1,22 milljarða evra úr 979 milljónum evra á sama tíma fyrir ári. Greinendur gerðu ráð fyrir hagnaði upp á 1,39 milljarða evra.

Mikill vöxtur á nýmörkuðum átti ekki síst þátt í auknum hagnaði Nokia á milli ára. Nokia sagðist reikna með því að sala á farsímamarkaðnum myndi aukast um 10% á þessu ári.

OpenHand styður einmitt Nokia handtæki og er meðal vinsælustu tækjanna sem nota OpenHand.  T.a.m. notar meirihluti farsimanotenda í S-Afriku Nokia síma, langt um fleiri en nokkur annar framleiðandi kemst nálægt.  Motorola er í 2. sæti.


Heimsókn iðnaðarráðherra, Össurar Skarphéðinssonar

ossur_opnar_siduÍ dag heimsótti Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og aðstoðarmaður hans, Einar Karl Haraldsson, OpenHand og fengu að kynnast vöruúrvali fyrirtækisins og þjónustu. Farið var yfir helstu áherslur OpenHand og kosti vörunnar umfram samkeppnisaðila okkar og möguleikar innan opinbera geirans reifaðir. Ekki var úr vegi að fá heimsókn “útrásarráðherrans”, eins og hann nefndi sig sjálfur, enda hyggur OpenHand á öfluga markaðssókn erlendis á næstu misserum.

Össur lauk heimsókn sinni á að opna formlega nýja vefsíðu OpenHand á Íslandi, www.openhand.is,  en hún er lokahnykkurinn á útlitsbreytingu OpenHand sem nýverið tók upp nýtt og ferskt vörumerki auk kynningarefnis sem finna má á síðunni nýju.

OpenHand þakkar þeim félögum kærlega fyrir heimsóknina og gott spjall.


Nýtt kynningarmyndband OpenHand

Fyrir skömmu var kynnt nýtt kynningarmyndband OpenHand en myndbandið sýnir á 2 mínútum hvað OpenHand stendur fyrir og hvers vegna æ fleiri notendur velja OpenHand umfram aðrar samkeppnislausnir á borð við Blackberry og Microsoft símalausnir.  Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband