Bretar velja OpenHand í auknum mæli...

Þetta ástamt öðrum tengdum fréttum hefur orðið til þess að bretar hafa í auknum mæli tekið OpenHand hugbúnaðinn upp innan fyrirtækja og stofnana.  Ástæðan er einföld; OpenHand geymir engin gögn á tækjum notenda heldur veitir aðgang í gegnum lifandi tengingu.  Þetta þýðir að viti notandi ekki öryggisnúmer OpenHand, rofnar tengingin og engin gögn finnast á tækinu. 

Bankar og fjármálastofnanir hafa einnig tekið þessari tækni opnum örmum enda snúast samskipti starfsmanna ekki síst um málefni viðskiptavinanna, en þeir gera háar kröfur um að slík gögn komist ekki í umferð almennings.  Þekkt dæmi eru um starfsmenn banka sem hafa týnt fartölvum og farsímum á ferðalögum sem veitir aðgengi að þessum upplýsingum út til almennings.  Þetta er ekki tilfellið ef menn nota eingöngu OpenHand lausnir.  


mbl.is Tölvu með gögnum frá MI5 stolið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað var á tölvunni?  Kom það fram?

Truman (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 18:16

2 Smámynd: OpenHand hf

Ekki held ég að það hafi komið fram en það sem skiptir máli er að réttar varnir séu viðhafðar.  Líklegast hafa nú Mi5 menn dulkóðað sín gögn með viðeigandi búnaði en allt of margir fara ógætilega með gögn, sérstaklega þegar um ræðir fartölvur og farsíma. 

OpenHand hf, 3.10.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband